Er Will Smith Captain America ?

Marvel sögðu fyrir stuttu að Captain America mynd væri í bígerð, og aðdáendur fóru þá strax að velta því fyrir sér hver myndi leika söguhetjuna frægu. Derek Luke missti það útúr sér að enginn annar en Will Smith væri efstur á listanum yfir þá leikara sem Marvel vill fá.

Derek Luke sagði að þetta sýndi hvernig tímarnir hefðu breyst, og að val Marvel sé mjög áhugavert. Á þessum tímapunkti hafa Marvel þó ekki staðfest nokkurn skapaðan hlut, þannig að við verðum að bíða og sjá hvort þessir orðrómar séu sannir eður ei.