Aðstandendur The Simpsons-þáttana hafa heldur betur útilokað möguleikann á annarri mynd í fullri lengd, a.m.k. ekki fyrr en að þáttaröðinni lýkur.
Í viðtali við Variety sagði Matt Groening að það hafi verið svo ótrúlega erfitt fyrir starfsfólkið að vinna bæði að bíómyndinni og þáttunum á sama tíma, þannig að tilhugsunin að gera aðra mynd er allt annað en freistandi fyrir þá. „Það tók 18 ár fyrir þessa mynd til að verða að veruleika,“ segir Groening, „Við héldum að vinnslan á myndinni tæki tvö ár en á endanum voru heil fjögur ár sem fóru í gerð hennar. Einhvern daginn munum við gera aðra mynd, en ekki búast við því á næstunni.“
Groening hefur ekki minnstu hugmynd um hvenær hætt verður að framleiða sjónvarpsþættina.
Persónulega fannst mér ekkert varið í The Simpsons Movie. Hvað segið þið?

