Endurgerð Memento í undirbúningi

Endurgerð kvikmyndarinnar Memento er í undirbúningi, aðeins fimmtán árum eftir að hún kom út. memento

Myndin kom leikstjóranum Christopher Nolan rækilega á kortið en þar lék Guy Pearce mann sem þjáðist af minnisleysi. Þrátt fyrir það reyndi hann hvað hann gat til að hafa uppi á morðingja eiginkonu sinnar.

Fyrirtækið AMBI Pictures hefur keypt réttinn til að endurgera myndina og lofar yfirmaður þess, Monika Bacardi, að vera trúr þeirri sýn sem Nolan fylgdi í hinni upphaflegu Memento.

Enn á eftir að ráða leikstjóra og leikara í myndina.