Einhverjir gamlir harðhausar muna kannski eftir hinni einstöku Let´s Get Harry frá 1986, sem skartaði stórleikurunum Robert Duvall, Gary Busey og Mark Harmon í aðalhlutverkum. Endurgerðaræðið í Hollywood er síst í rénum, því þessari stórmynd er nú ætlað annað líf með endurgerð. Myndin fjallar um verkfræðing einn sem týnist í frumskóginum, og vini hans sem leggja út í hættuför við það að reyna að finna hann. Scott Rosenburg ( Con Air, Gone in 60 Seconds ) mun skrifa handritið, ásamt nýgræðingunum Josh Applebaum og Andre Nemec.

