Eli Wallach látinn

Leikarinn Eli Wallach er látinn, 98 ára að aldri. Wallach er best þekktur fyrir hlutverk sín í vestrunum The Magnificent Seven og The Good, The Bad and The Ugly.

Sonur hans, Peter Wallach, ræddi við fjölmiðla í dag og sagði að besta leiðin til þess að minnast hans væri að horfa á kvikmyndir sem hann hefur leikið í gegnum tíðina.

Eli-Wallach_2953723b

Eli Wallach fæddist í Brooklyn, seinna meir hóf hann nám við háskólann í Texas, en útskrifaðist úr háskólanum í New York. Wallach átti langt og viðburðarríkt líf og gegndi m.a. herþjónustu fyrir land sitt í Seinni heimstyrjöldinni.

Árið 1945 hófst leiklistarferillinn og aðeins sex árum seinna vann hann Tony-verðlaunin fyrir hlutverk sitt sem Alvaro í The Rose Tattoo. Fimm árum seinna var hann kominn á hvíta tjaldið í kvikmyndinni Baby Doll.

Flestir þekkja Wallach úr kvikmyndinni The Good, The Bad and The Ugly frá árinu 1966, þar sem hann lék ræningjann Tuco, en með aðalhlutverkið fór Clint Eastwood. Í seinni tíð á hann einnig mörg minnisstæð hlutverk og má þar nefna handritshöfundinn Arthur Abbott úr jólamyndinni, The Holiday, frá árinu 2006.

Wallach var giftur í 66 ár og skilur þ.a.l. eftir sig eiginkonu og þrjú börn.