Eldglæringar í XXL – Fyrsta kitla

ap-film-review-magic-mikeÍ dag kom út fyrsta sýnishornið úr Magic Mike XXL, sem er framhaldið af karlfatafellumyndinni Magic Mike. Hér fella fallegir karlmenn áfram föt, við dúndrandi tónlist og miðað við sýnishornið þá er heitt í kolunum hjá þeim Channing Tatum, Matt Bomer og Joe Manianello, en sýnishornið byrjar einmitt inni í bílskúr hjá Tatum þar sem hann er að slípa eitthvað járn með tilheyrandi eldglæringum, en getur ekki hamið sig og brestur í dans.

Sjáðu sýnishornið hér fyrir neðan:

Myndin kemur í bíó 1. júlí nk.