Ekta bíópoppsalt til sölu á Íslandi

Vefbúð hefur opnað á MySpace samskiptavefnum þar sem er til sölu bíópoppsalt, sem gefur bíópoppinu þetta einstaka bragð (þið vitið..þetta sem gerir poppið gult á litinn og er oft hægt að bæta á ef maður biður um það í afgreiðslunni).

Vefverslunin er að selja 1/2 kg af bíópoppsalti á 500 kr. (sjá hér.) Ofaná það bætist vægt sendingargjald, eða þá að sækja vöruna endurgjaldslaust í heimahús.

Hægt er að panta bíópoppsaltið með því að senda tölvupóst á nostalgiashop@hotmail.com. Vefsíða verslunarinnar er http://www.myspace.com/nostalgiashop og þar má nálgast allar nánari upplýsingar.

Kvikmyndir.is er ekki tengt versluninni á neinn hátt.