Sjötti þáttur af Vídeóhillunni, þætti Eysteins Guðna Guðnasonar um íslenskar bíómyndir í fullri lengd, þar sem hann tekur fyrir allar íslenskar kvikmyndir sem gerðar hafa verið frá upphafi, eina í hverjum þætti, er kominn út.
Í þessum þætti fjallar Eysteinn um myndina Gilitrutt, fyrstu og einu mynd Ásgeirs Long í fullri lengd, sem hann segir hafa komið eins og ferskur andblær inn í kvikmyndagerð Íslendinga á þeim tíma, enda allar fimm myndir þar á undan gerðar af sömu mönnunum.
Eysteinn segir ekki mikið gerast í myndinni, en boðskapurinn sé augljós: Ekki vera latur/löt.
Það sem er stórmerkilegt við myndina er að leikararnir hreyfa aldrei varirnar, heldur les sögumaður allt, og minni myndin því á útvarpsleikrit.
Ennfremur er áhugavert þegar aðalleikkonuna fer að dreyma, og þá allt í einu birtist heimur 1001 nætur í lit, en myndin er fyrir utan það öll svarthvít!
Smelltu hér til að skoða þennan stórskemmtilega þátt, og fyrri þætti, á kvikmyndir.is og hér til að skoða Facebook síðu þáttanna.
Hér má lesa ítarlegri frétt okkar um þessa skemmtilegu og fræðandi þætti Eysteins.