Aðra vikuna í röð er stórmyndin um Járnmanninn, Iron Man 3, mest sótta myndin í íslenskum bíóhúsum, en myndin þénaði 7,1 milljón króna um helgina og er alls búin að þéna 31,4 milljónir króna frá frumsýningu. Í öðru sæti listans er ný mynd, The Place Beyond the Pines, nýjasta mynd Ryan Gosling og Bradley Cooper, en var nokkur eftirbátur Iron Man 3 þegar litið er á tekjurnar, en tekjur af henni námu 1,8 milljónir króna um helgina. Önnur ný mynd, hrollvekjan Evil Dead, endurgerð samnefndrar myndar eftir Sam Raimi, er í þriðja sætinu með 1,2 milljónir króna í tekjur. Í fjórða sætinu koma svo hellisbúarnir í teiknimyndinni vinsælu The Croods með 974 þúsund krónur í tekjur, en samanlagt er myndin búin að þéna 20,7 milljónir króna frá frumsýningu. Í fimmta sæti er svo Tom Cruise myndin Oblivion, þar sem Cruise spókar sig um á Íslandi m.a., en tekjur af sýningu myndarinnar um helgarinnar námu 739 þúsund krónum, en alls hefur myndin þénað 20 milljónir króna frá frumsýningu.
Sjáðu lista 20 vinsælustu mynda í bíó á Íslandi hér fyrir neðan: