Eckhart vill leika Dent aftur

Samkvæmt heimildum WENN þá vill leikarinn Aaron Eckhart hiklaust snúa aftur í þriðju Batman-myndinni sem Harvey Dent/Two Face. Hann segist ekki geta blekkt sjálfan sig lengur, honum dauðlangar að gera aðra mynd.

.:SPOILERAR fyrir The Dark Knight:. (en hversu margir sem koma inn á þennan vef hafa ekki séð hana??)

Eckhart hefur sagt það að Two Face sé opinberlega dauður. Þrátt fyrir að aðdáendur deildu mikið um hvort að svo væri, þá hefur Christopher Nolan sjálfur staðfest það. Eckhart sagði í nýlegu viðtali að hann hafi sannfært sjálfan sig um að hann væri ekkert á leiðinni að snúa aftur en svo talaði hann um að það væri ekkert það ótrúverðugt að endurlífga hann, sérstaklega miðað við hversu „óljóst“ það var hvort hann hafi í raun og veru dáið í fallinu eða ekki.

Eins og flestir annars vita þá dó Jókerinn aldrei í myndinni, enda var Heath Ledger ávallt ætlað að snúa aftur skv. Nolan. Nú er enn eitt stórt spurningarmerki á bakvið innihald þriðju myndarinnar, og nei, þetta er ekki tilvísun í The Riddler hjá mér.

Handritshöfundarnir David Goyer og Jonathan Nolan höfðu ekkert planað að nota Two Face aftur heldur, en þar sem Eckhart hefur tjáð svona mikinn áhuga (sem framleiðendur eru víst ánægðir með, þar sem hann er kunnuglegt andlit) og aðstandendum þykir gríðarlega ólíklegt að þeir finni einhvern annan í Jóker-rulluna, þá er aldrei að vita hvaða ákvörðun verður tekin.

Finnst þér að Two-Face ætti að koma aftur?? Er ég einn um það að sagan hans hafi  meira eða minna verið sögð í TDK og þ.a.l. er óþarfi að halda áfram?