DVD RÝNI – Get Smart

Nýjasta gamanmynd Steve Carrell, Get Smart, kemur á DVD í dag (11. des) og er
því tilvalið að fjalla aðeins um myndina.

DVD útgáfan er reyndar frekar
döpur en myndin er þrælskemmtileg og alveg þess virði að kíkja á. Trailerarnir
gefa reyndar í skyn að hér sé enn eitt spæjaragrínið í anda nýju Pink Panther
eða Johnny English, en í raun er myndin býsna fyndin og nokkuð viðkunnanleg. Kom
mér allavega þægilega á óvart.

Hér fyrir neðan er smá dómur á
diskinn.

Myndin (7/10):

Get Smart nær að halda sig nógu mikið í takt við gömlu þættina til að
gefa eldra fólkinu smá vott af nostalgíu, en myndin gengur sömuleiðis upp á
eigin fótum sem bæði fyndin og skemmtileg afþreying. Húmorinn er ekki eins
fyrirsjáanlegur og maður heldur og þar að auki er keyrsla myndarinnar svo þétt
að hún flæðir vel sem heilsteypt retró-gamanmynd án þess að gefa
manni kjánahroll.“

„Get Smart er á engan hátt frumleg
bíómynd. Alls ekki halda því fram. Myndin er hins vegar óvæntur glaðningur að
flestu leyti og með öllum líkindum ein af betri gamanmyndum sem byggð er á
gamalli sjónvarpsseríu. Ekki samt halda að það sé merki um gæði (ég get nefnt
myndir eins og I Spy, Bewitched, The Honeymooners og Wild Wild West… Fattið
mig?).“

Þið getið lesið restina af dómnum
hér.

AUKAEFNI:

Bíómyndin sjálf er í raun og veru eina ástæðan
til að kaupa diskinn því hér er alveg svakalega þunnt úrval af
aukaefni.

SMART TAKES:

Með þessum fídus geturðu séð lengri eða
aukatökur af ákveðnum senum (sem segir manni að spuni hefur verið stór partur af
gerð myndarinnar) meðan að myndin er í spilun. Ég mæli þó alfarið gegn því að
þið horfði á myndina í fyrsta sinn með þetta í gangi því það getur verið MJÖG
pirrandi hvernig myndin allt í einu stoppar og hoppar beint inn í innlitið í
aukatökurnar. Gaman að fylgjast með þessu samt ef maður er búinn að sjá myndina,
vissulega.

GAG REEL:

Segir sig sjálft. Misheppnaðar
tökur. Sumar fyndnar, aðrar frekar standard.

LANGUAGE
LESSONS:

Alveg furðulega tilgangslaust vídeó þar sem Steve Carrell bullar
ýmsa frasa á ýmsum tungumálum. Voða þreyttur
djókur.


Niðurstaða:

Eins og búið er að koma fram, þá er myndin
vel þess virði að mæla með og hún ætti að skemmta þér svo
lengi sem þú gerir þér grein fyrir því hversu ófrumleg hún er, enda varla hæg að
búast við öðru þegar að myndin er sjálf byggð á hundgamalli
seríu.

Annars, þá bendi ég einnig á að Wall-E kemur einnig á DVD í
dag. Smellið hér fyrir umfjöllun um þá DVD útgáfu, en hún er algjör skyldueign.