Dreptu vini þína – Fyrsta stikla!

kill 2Fyrsta kitlan er komin út fyrir nýjustu mynd X-Men og Mad Max: Fury Road leikarans Nicholas Hoult, Kill Your Friends, eða Dreptu vini þína, í lauslegri snörun.

Myndin fjallar um mann sem starfar í tónlistariðnaðinum í Bretlandi á þeim tíma þegar hið svokallað Britpop var hvað vinsælast. Hann lætur ekkert stöðva sig í því að ná árangri, ekki einu sinni morð, ef eitthvað er að marka kitluna.

Leikstjóri er Owen Harris en með helstu hlutverk önnur fara James Corden, Georgia King, Craig Roberts, Tom Riley, Joseph Mawle, Edward Hogg, Ed Skrein, Moritz Bleibtreu og Rosanna Arquette.

Kíktu á kitluna hér fyrir neðan:

Kill Your Friends verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í haust, TIFF, en kemur í bíó í Bretlandi 6. nóvember.

kill_your_friends1