Draugabanarnir í Ghostbusters: Afterlife náðu að heilla flesta íslenska bíógesti um síðustu helgi, en myndin settist á topp íslenska bíóaðsóknarlistans á sinni fyrstu viku á lista. Myndin fjallar um einstæða móður og tvö börn hennar, sem flytja í lítinn bæ og uppgötva tengsl við upprunalegu draugabanana, og kynnast dularfullu lífshlaupi afa barnanna.
3.200 gestir mættu í bíó á myndina og tekjur voru tæplega 4,5 milljónir króna.
Í öðru sæti var önnur ný mynd, teiknimyndin Encanto, en hún segir frá fjölskylda í Kólumbíu. Allir fjölskyldumeðlimir nema einn býr yfir ofurhæfileikum.
2.594 sáu myndina í bíó og tekjur voru tæplega þrjár milljónir króna.
Toppmynd síðustu vikna, íslenski grínhasarinn Leynilögga, þurfti að sætta sig við þriðja sæti listans eftir sýningar síðustu helgar, en 750 mættu í bíó til að sjá myndina.
72 milljónir í tekjur
Samtals hafa 39 þúsund manns séð myndina og tekjur af sýningum nema nú tæplega 72 milljónum króna.
Ein ný mynd kemur í bíó nú um helgina, House of Gucci, og verður spennandi að sjá hvort henni tekst að skáka Ghostbusters: Afterlife.
Sjáðu bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: