Draugabanar klárir í slaginn – Ljósmynd

Fyrsta opinbera ljósmyndin úr hinni endurræstu Ghostbusters er komin á netið. Það var leikstjórinn Paul Feig sem setti mynd af leikaraliðinu í fullum herklæðum fyrir framan Ecto-1 draugabílinn á Twitter. ghostbusters

Með aðalhlutverk fara Leslie Jones, Melissa McCarthy, Kristen Wiig og Kate McKinnon.

Söguþráður myndarinnar er á þann veg að persónur Wiig og McCarthy gefa út umdeilda bók þar sem þær halda því fram að draugar séu til.

Nokkrum árum síðar er persóna Wiig orðin virtur háskólakennari. Allt gengur vel þar til  umræða um bókina kemur aftur upp á yfirborðið og kennarinn verður að athlægi.

Síðar meir berst hún við drauga í Manhattan ásamt hinum draugabönunum.

Myndin er væntanleg í bíó sumarið 2016.