Dóttir Allen lýsir kynferðisbrotum í smáatriðum

woody-allenDylan Farrow, ættleidda dóttir Woody Allen hefur opinberað sína hlið á máli sem nær allt frá því snemma á tíunda áratugnum. Um er að ræða ásakanir á hendur Allen um að hann hafi misnotað Farrow þegar hún var aðeins sjö ára gömul.

Í opnu bréfi til dagblaðsins The New York Times, sem er hægt að lesa í heild sinni hér, lýsir Farrow í smáatriðum hvað Allen á að hafa gert við hana, meðal annars að hann hafi oft þefað af kynfærum hennar og stungið þumli sínum í munn hennar.

„Þegar ég spyr móður mína hvort faðir hennar hafi gert það sama við sig og Woody Allen gerði við mig, þá fékk ég ekkert svar. Ég gerði mér heldur ekki grein fyrir öllu fjaðrafokinu sem kæmi í kjölfarið. Ég vissi ekki að faðir minn myndi nota kynferðslega sögu sína við eldri systur mína (núverandi konu Allen) til þess að hylja það sem hann gerði við mig. Ég vissi ekki að hann myndi gera móður mína að sökudólg sem á að hafa heilaþvegið mig með þessum ásökunum,“ segir meðal annars í bréfinu.

Í bréfinu nefnir hún einnig þekkta leikara sem hafa unnið með Allen og má þar nefna Diane Keaton, Scarlett Johansson, Cate Blanchett, Louis CK og Alec Baldwin, og spyr hvort þau hafi gleymt sér í þessu samhengi.

Woody Allen hefur ávallt neitað sök á að hafa lagt hendur á Dylan Farrow. Ef marka má þann tíma sem hefur liðið síðan þetta gerðist þá er ekki víst að þetta mál verði tekið upp hjá dómstólum á næstunni.