Djúpið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Djúpið eftir Baltasar Kormák er er sú íslenska kvikmynd sem tilnefnd er til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár og keppir þar með við fjórar aðrar afburða góðar myndir frá Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð, samkvæmt tilkynningu frá Norrænu ráðherranefndinni.

djúpið

Sérstök dómnefnd valdi framlag Íslands úr flokki íslenskra kvikmynda sem voru frumsýndar í kvikmyndahúsum hérlendis frá 1. september 2012 – 31. ágúst 2013. Leikstjórinn Baltasar Kormákur skrifaði handritið ásamt Jóni Atla Jónassyni og framleiðendur eru auk Baltasars, Agnes Johansen og Egil Ødegård.

Íslenska dómnefndin, en í henni sátu þau Kristín Jóhannesdóttir, Björn Ægir Norðfjörð og Hilmar Oddsson, rökstyður val sitt á með eftirfarandi orðum:

„Djúpið, sem byggir á sannri sögu, er frásögn af miklum harmi og stórkostlegri hetjudáð einstaklings og gaumgæfir á þróttmikinn hátt líkama og sál mannsins. Kvikmyndatakan er grípandi í gegnum alla myndina og gegnsýrir Djúpið af hrikalegum en jafnframt fallegum myndum af landi, hafi og dýpinu undir yfirborðinu.
Frammistaða Ólafs Darra Ólafssonar í aðalhlutverkinu er afar eðlileg og tilfinningaþrungin og studdur af öflugum meðleikurum dregur hann áhorfendur inn í hræðilega lífsreynslu aðalpersónunnar. Leikstjórn Baltasars Kormáks endurspeglar átakamikla baráttu manns og náttúru. Þróttmikill stíll hans, eflist af leiðarstefi sem er séð ofanfrá og sýnir hversu viðkvæm og lítil mannskepnan er, þar sem henni er rústað af miskunnarlausum náttúruöflum, sem bætir goðsagnakenndri vídd við þessa sögu um einstaka björgun.“

Myndin kom til greina við Óskars tilnefningar árið 2013 í flokki bestu erlendu mynda og hlaut 11 Eddu verðlaun, sem er met, m.a. fyrir bestu mynd, bestu leikstjórn og besta leikara í aðalhlutverki. Myndin hefur verið seld til útgáfu og dreifingar í nær 30 löndum, þar á meðal Þýskalands, Frakklands, Benelúx landanna, Bandaríkjanna og Brasilíu.

Sigurvegari Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs, sem hlýtur að launum 350.000 danskar krónur, eða um 7.5 milljónir íslenskra króna, er mynd sem er runnin undan rifjum Norrænnar menningar og af miklum listrænum gæðum. Hún verður einnig að vera framúrskarandi hvað varðar listrænan frumleika og flétta saman á fágaðan máta undirstöðuatriði kvikmyndalistarinnar svo úr verði sannfærandi heild.

Að mati dómnefnda hafa þær fimm myndir sem tilnefndar eru að þessu sinni til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs einmitt þessa kosti til að bera, en myndirnar fimm eru:

JAGTEN (THE HUNT) – Danmörk
Kvikmynd eftir Thomas Vinterberg (leikstjóri), Tobias Lindholm og Thomas Vinterberg (handritshöfundur) og Sisse Graum Jørgensen og Morten Kaufmann (framleiðendur)

KERRON SINULLE KAIKEN (OPEN UP TO ME) – Finnland
Kvikmynd eftir Simo Halinen (leikstjóri), Simo Halinen (handritshöfundur) og Liisa Penttilä (framleiðandi).

DJÚPIÐ (THE DEEP) – Iceland
Kvikmynd eftir Baltasar Kormák (leikstjóri), Jón Atla Jónasson, Baltasar Kormák (handritshöfundar) og Agnesi Johansen og Baltasar Kormák (framleiðendur).

SOM DU SER MEG (I BELONG) – Noregur
Kvikmynd eftir Dag Johan Haugerud (leikstjóri), Dag Johan Haugerud (handritshöfundur) og Yngve Sæther (framleiðandi).

ÄTA SOVA DÖ (EAT SLEEP DIE) – Svíþjóð
Kvikmynd eftir Gabriela Pichler (leikstjóri), Gabriela Pichler (handritshöfundur) og China Åhlander (framleiðandi).

Tilkynnt verður um sigurvegarana í ár þann 30. október.
Á komandi vikum greiðir Norræna dómnefndin atkvæði. Hún samanstendur af einum fulltrúa úr dómnefnd hverrar þjóðar. Í ár verður tilkynnt um sigurmyndina þann 30. október á viðhafnarsamkomu í Óperuhúsinu í Osló, en þar verða sigurvegarar Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs og Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs einnig heiðraðir.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt í tíunda sinn í ár. Sigurvegarar fyrri ára eru myndirnar Play (2012), Beyond (2011), Submarino (2010), Antichrist (2009), You, the Living (2008), The Art of Crying (2007), Zozo (2006), Manslaughter (2005) og The Man Without a Past (2002).

Kvikmyndaviðburður í Háskólabíói
Íslendingar munu hafa tækifæri til þess að sjá allar þessar frábæru myndir sem tilnefndar eru í ár, því Græna ljósið stendur fyrir sérstökum kvikmyndaviðburði í Háskólabíói dagana 20. – 25. september þar sem allar fimm myndirnar verða sýndar.

Kvikmyndir krefjast áframhaldandi hugrekkis, samstarfs, vaxandi hæfileika og fjármagns
„Það er sannkallaður heiður að tilkynna um tilnefningarnar í ár fyrir hönd Norræna ráðsins og Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Ásýnd mannskepnunnar, einstaklingurinn andspænis hópnum/samfélaginu, virðing og sæmd eru algeng þemu sem ganga eins og rauður þráður í gegnum allar kvikmyndirnar sem tilnefndar eru. Umgjörðin er norrænn veruleiki sem rúmar hvers kyns togstreitu og vandamál sem miðlað er til áhorfenda með því að höfða til samlíðunar og skopskyns á trúverðugan hátt. Myndirnar sem eru tilnefndar eru af miklum gæðum á alþjóðlegan mælikvarða, hafa persónulega rödd og standa nærri hjarta áhorfenda. Það er auðsætt hvers vegan norrænar kvikmyndir (og sjónvarpsþáttaraðir) hafa á síðustu árum unnið til mikilsvirtra alþjóðlegra verðlauna og orðið vinsæla menningarafurð um allan heim. Um þessar mundir hafa Norðurlönd einstakt tækifæri til að beita áhrifum sínum, en það krefst áframhaldandi hugrekkis, samstarfs, sívaxandi hæfileika – og ekki síst fjármagns“ Segir Hanne Palmquist, framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins.

 

Stikk: