Náðu í appið
Bönnuð innan 18 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Antichrist 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 25. september 2009

When nature turns evil, true terror awaits.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 49
/100
Kvikmyndaverðlaun norðurlandaráðs 2009.

Par missir son sinn er hann dettur út um glugga á meðan þau stunda kynlíf í næsta herbergi. Móðirin endar á spítala vegna sorgar sinnar, en eiginmaðurinn fer með hana heim og hyggst kljást við þunglyndi hennar upp á eigin spýtur, enda sálfræðingur sjálfur. Til að horfast í augu við ótta eiginkonunnar, koma þau sér fyrir í kofa út í skóginum Eden þar... Lesa meira

Par missir son sinn er hann dettur út um glugga á meðan þau stunda kynlíf í næsta herbergi. Móðirin endar á spítala vegna sorgar sinnar, en eiginmaðurinn fer með hana heim og hyggst kljást við þunglyndi hennar upp á eigin spýtur, enda sálfræðingur sjálfur. Til að horfast í augu við ótta eiginkonunnar, koma þau sér fyrir í kofa út í skóginum Eden þar sem eitthvað óútskýrt gerðist sumarið áður. Maðurinn og konan afhjúpa dimmu hliðar náttúrunnar, fyrir utan kofann og innra með þeim í ýmsum lostafullum og grimmum athöfnum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Góð eða léleg?
Ég spyr sjálfan mig er Antichrist góð mynd eða einfaldlega léleg? Antichrist ef ég yrði að koma frá mér hreinskilnislega hvað mér finnst um myndina yrði ég að segja hún sé mjög fín.

Antichrist er STRANGLEGA bönnuð börnum sem mér finnst fáránlegt og hvað þá varðar að textahöfundar vildu ekki texta myndina sökum öllum viðbjóðnum í henni(sem eru ekki nema 2 atriði). En hún hefur sýnar viðkvæmu hliðar og situr þessi mynd mjög mikið í manni eftir áhorf. Sem kemur ekkert á óvart því myndin virkar mjög þunglyndisleg sem hún jú er í raun og veru.

Antichrist býður einfaldlega uppá mikið blóð,öskur,grenju og gull fallega myndatöku og svo að lokum tvö leikara sem maður verður nú að gefa credit fyrir því þau eru nú einu tvö sem koma við sögu myndarinar nema unga barnið sem deyr í byrjun. Willem Defoe virkar ágætlega á mig í þessari mynd og finnst mér hlutverk hans bjarga myndini af minni hálfu enda e.t.v. oftast kunnað vel við hann í flestum hans kvikmyndum sem hann hefur komið fram í. Charlotte Gainsbourg er nú ekki sú þekktasta í bransanum og fannst mér hún nú einfaldlega leiðinleg í þessari mynd.

Tónlistin spilar svo sem ágætislega inní myndina og ekki mikið að kvarta við því. Hinsvegar finnst mér Lars Von Trier eiga að fá gott klapp á bakið fyrir þessa kvikmynd þó hún sé ekki beint ógnvekjandi og eins mikill viðbjóður og flestir bjuggust við.

Ég gef ræmunni 6/10 fyrir ágætis leik og flotta myndtöku og mæli eindregið með henni fyrir mikla hrollvekju aðdáendur. Alltaf gaman að sjá menn reyna enn meir á þolmörkin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Til að byrja með varð ég fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Bæði hvað sögu og efnistök varðar. Sagan er mjög einföld en er dregin frekar mikið á langinn og allan fyrri helminginn var ég að bíða eftir því að myndin byrjaði.
Ég hafði búið mig undir að sjá þann allra mesta viðbjóð sem ég myndi sjá á ævi minni og kannski voru "væntingarnar" of miklar, en sjónrænt ofbeldi myndarinnar stuðaði mig aldrei eins mikið og ég bjóst við að það myndi gera og í raun og veru var búið að lýsa öllum helstu viðbjóðsatriðum hennar í viðtalinu við Jón Baldvin í Fréttablaðinu.

Þessi mynd skilur ekkert eftir sig og mig langar alls ekki að sjá hana aftur. Ég heyrði að Von Trier hefði verið þunglyndur þegar hann var að skrifa myndina og það skín í gegn en einnig finnst mér hún bara beinlínis leiðinleg á köflum. Þó nokkuð langt frá því að vera versta mynd sem ég hef séð.

Ég var á báðum áttum með að sjá þessa mynd og ef ykkur líður þannig þá myndi ég sleppa henni því þið eruð ekki að missa af neinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
LEIÐINLEG!
Ekki láta þessar viðvaranir blekkja ykkur! Þetta er bara gert svo þessi pappírsþunna og hrútleiðinlega artmynd fái einhvern pening í kassann!

Þetta er það sem allir hafa verið að spyrja: Er myndin ógeðsleg? Það eru sjúk atriði. Ég mun ekki neita því. Þið getið samt frekar leitað til Cannibal Holocaust eða gamalla splatter-mynda ef ykkur vill líða illa. Antichrist gerir ekkert spennandi. Eina sem hún gengur út á er kona sem hættir ekki að öskra, og stundum sést hún og Willem DaFoe ríðandi. Svona heldur myndin áfram þar til hún er búin. Og kannski tvö til þrjú ógeðsleg atriði koma inn á milli, og þau eru virkilega gróf, en ekki þess virði að sitja yfir restinni.

EKKI SJÁ HANA ef þið ætlið bara að bíða eftir sjúku atriðinunum. Sjáið hana bara ef þið fílið langdregnar artýmyndir sem þykjast vera meira en þær eru.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjúkt listaverk eða langdregin snuff-mynd
Lars von Trier er greinilega að reyna að segja eitthvað djúpt og þýðingarmikið með þessari nýjustu mynd sinni, Antichrist, þannig að þeir sem vilja stúdera hana í drasl ættu að fá meira út úr því að horfa á hana í annað skiptið. En að nokkur maður skildi vilja leggja það á sig að upplifa þessi satanísku kvöl aftur er mér óskiljanlegt. Að sjálfsögðu á þetta aðeins við um mína skoðun, en mig langar ALDREI til að horfa á þessa mynd aftur. Ekki bara vegna þess að hún er ljót heldur fannst mér hún bara frekar leiðinleg og sá ég fátt sem mér líkaði við hana nema afbragðs kvikmyndatöku og ótrúlega sterkan leik.

Að vissu leyti er "sagan" í frumlegri kantinum, en það þvælist alltof mikið fyrir hvað leikstjórinn elskar mikið að vera umdeildur, og markmið hans gengur oftast út á það að hneyksla fólk og láta því líða ömurlega eftirá. Antichrist nær svo sannarlega að sjá til þess að það gerist. Hún er eins grafalvarleg og kvikmyndir gerast og bara til að vera viss um að fólki líði nógu illa treður von Trier óþarflega grafískum skotum (í nærmynd m.a.s.!) svo það sé alveg klárt að myndin sitji eftir í minninu þínu þegar hún er búin. Frekar en að móta almennilega kröftuga sögu sem truflar þig andlega stólar þessi mynd alltof mikið á sjokk-áhrifin, og finnst mér það eiginlega vera álíka ódýrt og það sem John Waters gerði með Pink Flamingos á sínum tíma. Það getur hver sem er kvikmyndað algjöran viðbjóð, en það krefst alvöru hæfileika að kvikmynda efni sem leggst svo harkalega í þig að þú átt erfitt með svefn.

Antichrist greip mig aldrei. Ég fann ekki fyrir neinni spennu og fannst innihaldið aldrei nógu áhugavert til þess að nenna að stúdera hugmyndirnar á bakvið það. Myndin fer líka - nánast bókstaflega - til fjandans seinasta hálftímann! Lykilpersónurnar taka svo sjúskaðar ákvarðanir að það verður nánast óbærilegt að fylgjast með þeim. Myndin gengur líka vel yfir strikið í sumum römmum og skal ég alveg undirstrika það að hún sé með þeim ógeðslegri sem ég hef séð í mörg ár. Sem betur fer voru sum atriðin heldur gervileg, en engu að síður er tilhugsunin nógu óþægileg.

Eins og kom fram þá var ég virkilega ánægður með myndatökuna og fannst mér hún vera hiklaust það besta við myndina. Von Trier notar lýsingu og slow motion-effekta á nokkrum stöðum eins og enginn annar! Eina kvikmyndin sem ég hef séð nota þetta tvennt eins vel undanfarin ár hlýtur að vera The Fall eftir Tarsem Singh. Myndatakan er svo ljóðræn og falleg þrátt fyrir að innihald myndarinnar sé bleksvart. Willem Dafoe og sérstaklega Charlotte Gainsbourg standa sig með ólíkindum! Ég var kannski ekkert tengdur persónum þeirra mikið út myndina, en þau lögðu greinilega heilmikið á sig í vægast sagt krefjandi hlutverkum.

Þegar uppi er staðið er Antichrist ekta Lars Von Trier-mynd, sem þýðir að flestir munu annaðhvort elska hana eða hata hana. Hvað efnisinnihaldið varðar er ég miklu nær því að hata hana, enda get ég ekki sagt það nógu oft að ég ætli mér aldrei aftur að horfa á hana. Samt verð ég að gefa henni smá séns þar sem augljóslega mikil og erfið vinna hefur verið lögð í hana.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.04.2017

Fimm ástæður til að horfa á "Class of 1984"

„Class of 1984“ (1982) er spennumynd sem fjallar um ágreining afleysingjakennara við einstaklega illskeyttan hóp af nemendum. Myndin hefur alltaf þótt vera stórlega ýkt og sérlega ofbeldisfull og hefur meira og minna verið...

06.11.2016

10 hræðilegustu hrollvekjur allra tíma

Þó að Hrekkjavakan sé búin í bili þá má skemmta sér yfir góðum hrollvekjum allt árið um kring. Vefsíðan Reel Scary hefur nú búið til nýja og áhugaverða aðferð við að komast að því hverjar eru hryllileg...

31.07.2014

Kvikmyndir sem viðkvæmir ættu að forðast

Að vera viðkvæmur fyrir andstyggilegum og viðbjóðslegum atriðum í kvikmyndum getur oft reynst erfitt. Það getur nefnilega verið mjög vandræðalegt að halda fyrir augun í smekkfullu kvikmyndahúsi og eiga svo erfitt með...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn