Django heldur íslenska toppsætinu

Django Unchained, mynd Quentin Tarantino, er vinsælasta myndin í bíó á Íslandi aðra vikuna í röð. Myndin er vestri, og fjallar öðrum þræði um þrælahald í Bandaríkjunum.

Önnur vinsælasta myndin á landinu er Gangster Squad, en hún kemur ný beint í annað sætið. Í þriðja sæti, einnig ný á lista, er söngvamyndin Vesalingarnir, eða Les Miserables.

The Hobbit: An Unexpected Journey er í fjórða sætinu, og fer niður um tvö sæti milli vikna. Myndin er búin að vera í fimm vikur á lista.

Í fimmta sæti, niður um eitt sæti, er svo Life of Pi, en hún er búin að vera á listanum í sjö vikur alls.

Ein önnur „ný“ mynd er á listanum en það er þrívíddarútgáfa af mynd frá árinu 2001, Monsters Inc. Hún fer beint í sjöunda sæti listans.

Sjáðu lista 17 vinsælustu mynda á Íslandi hér að neðan: