Þá er forsýningu okkar lokið og leit mæting út fyrir að vera nokkuð góð. Við hjá Kvikmyndir.is erum gríðarlega þakklátir gagnvart Sambíóunum (fyrir utan böggið með VIP-salinn. Afsakið það!) fyrir að fá að forsýna þessa brjáluðu mynd sem skilur víst heilmikið eftir sig. Hann Oddur okkar á síðunni fær líka hrós fyrir að hita upp í salnum með óvæntum happdrætti. Það er ekki ólíklegt að við gerum eitthvað slíkt aftur.
Það hefur verið markmið okkar að undanförnu að forsýna *almennilegar* myndir sem áhorfendur ganga sáttir út af (mestmegnis allavega… alveg ómögulegt að gera öllum til geðs) og viljum við gjarnan halda því áfram. Undirritaður er mikið að skoða sig um og leitast eftir einhverju góðu til að forsýna á næstunni, og væri að sjálfsögðu vel þegið að fá tillögur frá notendum.
Ég vil líka taka það fram að við hjá síðunni erum enn að komast í æfingu, þ.e.a.s hvað svona miðasölur varða, og með tímanum mun allt ganga mun þægilegra fyrir sig.
En ég kem mér að spurningunni sem kemur fram í fyrirsögninni…
Hvernig fannst þér District 9?

