District… 8?

Eftir óvæntar vinsældir myndarinnar District 9 myndaðist mikil pressa á aðstandendur að búa til framhaldsmynd (sem líklegast myndi bera heitið District 10). Það eru þó skiptar skoðanir á meðal aðdáenda hvort það sé skynsamlegt að gera aðra mynd eða ekki.

Terri Tatchell, annar handritshöfundur District 9, sagði í viðtali í gær (skv. HitFlix.com) að hún og Neill Blomkamp (sem skrifaði á móti henni og leikstýrði) höfðu aldrei íhugað það að gera framhaldsmynd. Tatchell segist vera ánægð með endi myndarinnar og Blomkamp bætti því við að hann hefði meiri áhuga á forsögu (s.s. „prequel“ mynd). Hann segir að það sé vel hægt að búa til aðra mynd úr þeim hugmyndum sem voru aldrei notaðar í D-9. Upprunalega handritið var víst miklu breiðara í frásögn en útaf framleiðslukostnaðinum þurfti að minnka innihaldið allsvakalega. Þau viðurkenna samt bæði að fólk er e.t.v. meira spennt fyrir að sjá framhald heldur en forsögu.

Sem stendur er framleiðsla framhaldsmyndarinnar/forsögunnar ekki komin í gang og mun sjálfsagt ekki gera það fyrr en Blomkamp klárar næstu mynd sína. Ekki er vitað hvað hún mun heita. Við vitum bara að hún er sci-fi mynd.
Fyrir þá sem ekki vita þá er District 9 m.a. til nefnd til Óskars fyrir besta handrit og sem besta mynd.

Hvort myndir þú vilja sjá District 8 eða 10?