Enn einu sinni mun Johnny Depp leika breskan séntilmann, líkt og hann gerði í From Hell og Sleepy Hollow, sem og The Brave. Í þetta sinn mun hann leika J.M. Barrie, rithöfundinn á bak við söguna um Pétur Pan, drenginn sem neitaði að verða fullorðinn. Það voru fjórir munaðarleysingjar sem urðu Barrie uppspretta og innblástur að sögunni, en myndin er byggð á leikritinu The Man Who Was Peter Pan, um samnefnda atburði. Myndinni verður leikstýrt af Marc Forster og fylgir hún beint eftir Óskarstilnefnda dramanu hans Monster’s Ball með Halle Berry og Billy Bob Thornton í aðalhlutverkum.

