Depp orðaður við Sin City 2

Leikstjórinn Robert Rodriguez hefur gefið í skyn að Johnny Depp og Antonio Banderas verði á meðal leikara í framhaldsmyndinni Sin City 2. Verði Depp ráðinn mun hann leika aðalpersónuna Wallace, listamann sem er í stöðugri eiturlyfjavímu. Fregnir herma að Depp hafi haft áhuga á að leika í fyrri Sin City-myndinni en hafi ekki haft tíma vegna hlutverks síns í The Libertine. Þá hefði hann farið með hlutverk Jackie Boy, sem Benecio Del Toro hreppti á endanum.