Delgo gæti kært Avatar

Framleiðendur Delgo leita nú ráðgjafa lögfræðinga til að kanna rétt sinn gagnvart Avatar. Þó svo að mynd Camerons hafi verið skrifuð fyrir útgáfu Delgo 1998, þá hófu starfsmenn Camerons að endurskrifa handritið 2006. Samkvæmt lögfróðum mönnum eiga kröfur Delgo manna rétt á sér ef aðeins eru skoðaðar þær myndir sem ég birti hér nýlega.

Þetta gæti orðið björg í bú fyrir Delgo menn þar sem þessi 40 milljón dollara mynd rakaði aðeins inn skammarlegum 700.000 þúsund dollurum í miðasölu.