Dekker vill Fame

Leikarinn Thomas Dekker, sem leikur aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum „Terminator: The Sarah Connor Chronicles,“ á í viðræðum um að taka að sér aðahlutverkið í endurgerð söngvamyndarinnar Fame, frá 1980.

Dekker myndi leika Marco sem keppir um pláss í einum besta listaskóla í New York.

Nýja myndin er skrifuð af Allison Burnett, og leikstýrt af Kevin Tancharoen.

Leikstjóri upprunalegu myndarinnar var Alan Parker, en myndin sló eftirminnilega í gegn og voru gerðir vinsælir sjónvarpsþættir byggðir á myndinni.