Darri og Diesel í fyrsta sæti

Myndin The Last Witch Hunter með Ólafi Darra Ólafssyni í einu hlutverkanna og Vin Diesel í aðalhlutverkinu, er vinsælasta myndin á Íslandi í dag samkvæmt glænýjum aðsóknarlista FRÍSK sem var að koma út.

ólafur darri

Í öðru sæti listans, ekki langt undan, er ævintýramyndin Pan og í því þriðja Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks. 

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum; Heimildarmyndin Hvað er svona merkilegt við það kemur beint inn í 17. sæti listans og önnur heimildarmynd, Ice and the Sky, kemur ný beint í 23. sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice