Cruise vill leika aftur á móti Jack Nicholson

Tom Cruise vill ólmur leika á móti Jack Nicholson í gamanmyndinni El Presidente.  Þeir léku síðast saman í A Few Good Men fyrir 22 árum.

Cruise-and-NicholsonNicholson sem er 76 ára hefur ekkert leikið síðan í How Do You Know sem kom út 2010. Samkvæmt The Hollywood Reporter heimsótti Cruise hann nýlega í Hollywood-hæðir, ásamt leikstjóranum Doug Liman, í lokatilraun til að sannfæra hann um að leika í El Presidente.

Í myndinni leikur Cruise leyniþjónustumann. Nicholson myndi leika fyrrum Bandaríkjaforseta sem er alkahólisti og kvennabósi. Persóna Cruise er fengin til að vernda fyrrum forsetann eftir að honum er hótað lífláti.