Kvikmyndaleikarinn Corey Haim, best þekktur fyrir leik í myndinni The Lost Boys, er látinn 38 ára að aldri. Ekkert verður látið uppi um banamein Haims fyrr en að lokinni krufningu.
Haim var fæddur í Kanada og varð hjartaknúsari strax á táningsaldri eftir leik sinn í myndinni Lucas árið 1986 og The Lost boys 1987.
Fyrsta hlutverk hans var í myndinni Firstborn, en þar lék hann barn sem varð miðpunkturinn í fjölskyldudeilu.
Næst á eftir því kom hann fram í sjónvarpsmyndinni A time to live.
Síðustu ár hefur hann komið fram í raunveruleikaþættinum The Two Coreys, með vini sínum Corey Feldman. Framleiðslu þáttarins var hætt árið 2008 eftir tvær þáttaraðir.

