Ég vil endilega vekja athygli á nýju viðtali sem var að birtast hér á forsíðunni þar sem CNN ræðir við meistarann sjálfan, James Cameron, í u.þ.b. 15 mínútur þar sem hann talar um Avatar (hvað annað?).
Það ættu allir að hafa heyrt talað um þessa mynd núna, ekki bara kvikmyndaáhugamenn. Hvort fólk er meðvitað um Cameron-nafnið eða ekki þá er nánast bókað að allir hafi einhvern tímann horft á mynd sem hann hefur gert, enda átrúnaðargoð í vísindaskáldsögugeiranum. Avatar er fyrsta kvikmyndin sem hann gerir síðan Titanic og er því væntingar alveg með ólíkindum.
Í viðtalinu talar Cameron m.a. um pressuna á bakvið gerð myndarinnar, tæknibrellurnar og hvernig hugmyndin varð til. Hann segir líka að markhópur myndarinnar sé – að hans mati – frá aldrinum 8-88 ára og fullyrðir að hún henti öllum sem hafa ímyndunarafl og hafa gaman af .
Avatar verður frumsýnd 18. desember.

