Cloverfield 2 ekki dauð og grafin

Um leið og skrímslamyndin Cloverfield kom í kvikmyndahús árið 2008 voru framleiðendur byrjaðir að tala um framhald. Matt Reeves, leikstjóri myndarinnar, hefur lengi sýnt verkefninu áhuga en nýlega sagði hann að þótt langur tími væri liðinn væri Cloverfield 2 enn á dagskrá.

„Þið munuð sjá hana – við vitum bara ekki hvenær. Við erum mikið að hugsa um söguna núna. Ég, Drew [Goddard, handritshöfundur Cloverfield] og JJ Abrams erum allir um borð, en við erum mjög uppteknir þessa dagana.“

Cloverfield vakti mikla athygli á sínum tíma en aðspurður hvort framhaldið yrði tekin upp á sama hátt sagði Reeves, „Við viljum gera hana eins og fyrstu myndina. En það verður erfitt að endurtaka leikinn og gera það jafn vel. Framhaldið getur ekki verið meira af því sama, við verðum að gera eitthvað nýtt.“

– Bjarki Dagur