Það lítur út fyrir að Thomas Hayden Church muni fara með hlutverk illmennisins í næstu Spider-Man mynd, sem, eins og allir vita núna, verður sú þriðja og líklega síðasta í seríunni. Church var tilnefndur til Óskarsverðlauna í ár fyrir Sideways og voru aðstandendur mjög ánægðir með frammistöðu hans þar og fengu hann til sín í hópinn.
Það er annars ekki búið að staðfesta nákvæmlega hvaða illmenni það er sem hann mun leika, enda ekki búið að segja mikið til ennþá um hvaða illmenni það verða í myndinni. Það liggur sjálfsagt ekki mikið á. Myndin kemur ekki fyrr en um mitt sumrið 2007.

