Christopher McQuarrie og Chimera

Leikstjórinn og handritshöfundurinn Christopher McQuarrie ( The Usual Suspects , The Way of the Gun ) er nú búinn að taka að sér að leikstýra myndinni Chimera. Fjallar hún um leiðangur manna sem hafa það að atvinnu að finna týnd skip. Þeir finna eitt slíkt á afskekktum stað í Beringhafi sem er búið að vera týnt síðan 1953. Þeir taka skipið í tog og skömmu síðar fara dularfullir atburðir að gerast um borð í skipinu týnda. McQuarrie er nú að fara yfir lokaútgáfu handritsins en engin dagsetning hefur enn verið sett á myndina.