Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Christopher McQuarrie sem er auðvitað handritshöfundur The Usual Suspects sem hann vann óskar fyrir leikstýrir sinni fyrstu mynd, sem er Way of the Gun. Mr. Parker (Ryan Philippe) og Mr. Longbough (Benicio del Toro) eru smákrimmar, þeir ræna, drepa og vinna smáverk fyrir sig eða aðra við tækifæri. Svo af tilviljun komast þeir að þeim upplýsingum að ríkur maður er að eignast barn með konu sem mun fara í læknisskoðun á spítala sem þeir sjálfir rákust á. Þeir ná að ræna konunni (Juliette Lewis) og heimta lausnargjalds auðvitað en óvitandi að maðurinn hennar er ekki aðeins ríkur heldur djúpt sokkinn í glæpastarfsemum sem kemur þeim Parker og Longbaugh í djúpan saur. Helsti styrkur myndarinnar er hrái stíllinn og raunsæa handritið sem McQuarrie skapar fyrir persónurnar, ofbeldið er glæsilegt og persónurnar eru allar mjög trúverðugar. En helsti galli myndarinnar er sá að stefna myndarinnar er sífellt að fara í hundrað áttir, þú veist ekki hvort þetta sé alvarleg mynd eða semi-súrrealísk því margir hlutir myndarinnar eru gífulega yfirdrifnir eins og McQuarrie hafi haldið að þessi mynd væri meistaraverk því myndin hegðar sér oft þannig. Tónlistin fannst mér góð en var svo rosalega útúr hlutfölllum, betur sagt yfirdrifin, einn hluti myndarinnar sem hegðar sé þannig. Way of the Gun var alveg líkleg til þess að verða betri en hún varð, en stefnuleysið og nokkrar tilgangslausar senur og jafnvel persónur gera það að verkum að myndin missir mikið af gildi sínu. Ryan Philippe og Benicio del Toro halda þó myndinni uppi mest allan tíman og James Caan auðvitað.
Mjög góð mynd og mjög vel gerð mynd í alla staði. Hér eru Benicio Del Toro og Ryan Phillipe í alveg topp formi.
Þessi mynd er ein frumlegasta og nettasta mynd sem ég hef séð. Hún byrjar nokkurn veginn sem grínmynd en fer svo strax í flotta og dökka glæpamynd. Virkilega vel leikin og leikstírt og á fjórar stjörnur vel skilið.
Frábær mynd!!!!!!! Hér er sami handritshöfundurinn og skrifaði Usual suspect og tekst frábærlega að skrifa góða mynd. Þetta er úthugsuð og gífurlega spennandi mynd. Del Toro er snilld og saman er hann og Philippe stórgott tvíeyki. Leikararnir eru allir mjög góðir og ná að halda uppi gífurlegri spennu. Meira held ég að þurfi ekki að segja, þessa mynd verða allir að sjá. Þú munt ekki sjá fyrir endann í þessari mynd.
Þegar ég byrjaði að horfa á þessa mynd þá held ég að ég hafi búist við of miklu og hafi orðið fyrir vonbrigðum en í heildina litið var þetta ágæt skemmtum en svona pínu öðrivísi en venjulegar myndir sérstaklega karateranir.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Artisan Entertainment
Kostaði
$8.500.000
Tekjur
$19.125.401
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
27. apríl 2001
VHS:
16. júlí 2001
- Longbaugh: When I meet God, I'm gonna tell him I was framed.