Christian Bale í Equilibrium

Nýjasta mynd leikarans Christian Bale ( American Psycho ) er vísindatryllirinn Equilibrium. Gerist hún í framtíðinni eftir þriðju heimsstyrjöldina þar sem mönnum er bannað að hafa tilfinningar. Verða þeir að taka á hverjum degi lyf sem kemur í veg fyrir að þeir geti fundið fyrir neinum tilfinningum. Leikstjóri myndarinnar er Kurt Wimmer en hann er handritshöfundur The Thomas Crown Affair og Sphere og Miramax framleiðir.