Cheadle og Vaughn

Don Cheadle og Vince Vaughn munu leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni The Other Side Of Simple. Myndin, sem líkt hefur verið við The Usual Suspects, fjallar um tvo smákrimma sem snúa aftur heim eftir 10 ára fjarveru, til þess að sækja einfaldan bróður annars þeirra, sem búinn er að sitja af sér fangelsisdóm fyrir þá. Myndinni verður leikstýrt af Joseph Rubin ( Money Train ) og er gerð fyrir New Line Cinema.