Charlize Theron mun leika aðahlutverkið í endurgerð myndarinnar Sympathy for Lady Vengeance.
Upphaflega myndin kom út 2005 í leikstjórn Park Chan-Wook. Hún er lokamyndin í Vengeance-þríleik hans en áður gerði hann Symphathy for Mr Vengeance og Oldboy.
Framleiðslufyrirtæki Theron, Denver Delilah Films, keypti réttinn á Lady Vengeance fyrir fjórum árum og samkvæmt Hollywood Reporter er nú öruggt að hún leiki aðalhlutverkið.
Myndin fjallar um konu sem er sleppt úr fangelsi eftir að hafa afplánað langan dóm fyrir morð sem hún framdi ekki. Hún leitar að rétta morðingjanum í miklum hefndarhug.
Verið er að endurgera hinar tvær myndir Park Chan-Wook og munu Josh Brolin og Elizabeth Olsen leika aðalhlutverkin í endurgerð Oldboy.