Channing Tatum orðaður við Captain America

Bandaríski leikarinn Channing Tatum er nú einn af þeim sem koma til greina í hlutverk ofurhetjunnar Captain America, í væntanlegri mynd um hetjuna. Tatum kom síðast fram í myndinni Dear John. Ásamt honum koma til greina í hlutverk kapteinsins, sápuóperustjarnan Wilson Blethel ( The Young and the Restless ), Mike Vogel ( She´s Out of My Legue ), sem einnig hafa reynt sig við hlutverkið, ásamt Chris Evans. ( Fantastic Four ) sem hefur leiklesið fyrir hlutverkið. Marvel Studios eru einnig að skoða Garrett Hedlund ( Tron Legacy )

Á þessu stigi er aðeins búið að nefna hlutverkið við Tatum sem möguleika, en hann er ekki búinn að lesa handritið. Tatum lék nú síðast í hasarmynd Steven Soderbergh „Knockout“.

Líklegt er að Channing, ef hann fær hlutverkið, muni þurfa að létta sig umtalsvert fyrir hluverkið, þar sem Steven Rogers, sem breytist svo í Captain America eftir að hafa drukkið ofurdrykkinn sem breytir honum í ofurhetjuna, er fremur pervisinn ungur maður.

Af öðrum sem nefndir hafa verið til sögunnar í önnur hlutverk í myndinni eru Hugo Weaving og Keira Knightley, en það er allt á byrjunarstigi.

Sjáið þið einhvern af ofantöldum fyrir ykkur í hluverk Captain America, eða jafnvel einhvern allt annan.