James Cameron var ekki eins heillaður af Star Wars: The Force Awakens og flestir aðrir.
Í nýlegu viðtali sem leikarinn Keely Stinner setti á Youtube hafði Avatar-leikstjórinn þetta að segja:
„Ég vil ekki segja of mikið vegna þess að ég ber mikla virðingu fyrir JJ Abrams. En mér fannst vera meira af framsæknu, sjónrænu efni í myndunum frá George Lucas,“ sagði Cameron í frétt Metro.
„The Force Awakens snerist meira um að halda sig við hluti sem þú hafðir séð áður og persónur sem þú hafðir séð áður.“
Hann bætti við: „Það verður áhugavert að sjá í hvaða átt þeir fara með næstu mynd.“
Áttunda Star Wars-myndin er væntanleg í bíó á næsta ári.