Leikstjórinn Tim Burton staðfesti í viðtali við MTV News að hann hafi áhuga á því að leikstýra framhaldsmynd að gamanmyndinni Beetlejuice, sem var frumsýnd fyrir 26 árum síðan.
Burton sagði frá því í viðtalinu að hann hafi nokkrum sinnum reynt að ná á Michael Keaton vegna titilhlutverksins. Keaton sé þó vant við látin vegna þess að hann er á kynningarferð vegna myndarinnar Birdman.
Burton játaði einnig að leikkonan Winona Ryder sé með hlutverk í myndinni, en hún lék persónuna Lydia Deetz.
Seth Grahame Smith skrifaði handrit myndarinnar og mun framleiða hana ásamt félaga sínum David Katzenberg. Burton og Grahame-Smith hafa áður unnið saman að myndinni Abraham Lincoln: Vampire Hunter.
Beetlejuice kom út árið 1988 og fjallar um ung hjón sem lenda í bílslysi og deyja. Þau snúa síðan aftur sem draugar og fara heim til sín. Í fyrstu virðist allt eins og áður, en fljótlega koma aðrir lifandi íbúar til að búa í húsinu, draugunum til lítillar ánægju.
Hér að neðan má sjá viðtal MTV News við Tim Burton.