Ofurframleiðandinn Jerry Bruckheimer hefur ákveðið að vígbúast. Samkvæmt Variety kvikmyndablaðinu hefur Bruckheimer tryggt sér kvikmyndaréttinn að teiknimyndasögunni „World War Robot“ frá IDW útgáfunni.
Sagan sem er skrifuð af Ashley Wood og er sett upp sem stríðsdagbækur frá stríðandi aðilum, fjallar um lítla flokka manna og vélmenna sem heyja orrustu á Jörðinni, tunglingu og á Mars.
Skrifað var undir samninginn á Comic-Con hátíðinni í síðustu viku í San Diego í Bandaríkjunum. Bruckheimer hefur ekki tjáð sig um samninginn.
Hið tíu ára gamla útgáfufyrirtæki, IDW hefur áður selt kvikmyndarétt að myndum eins og „30 Days of Night,“ „Popbot“ og „Dark
Days“ auk þátta eins og „24,“ „Angel,“ „CSI“ og Transformers leikfangalínunni. IDW er í dag þriðja stærsta teiknimyndasöguútgáfan á eftir Marvel og DC.

