Bruce Willis hefur staðfest það að hann muni taka þátt í Expendables og leika lítið hlutverk. Hann segir að hann muni mæta í tökur með Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger til að taka upp atriði fyrir myndina.
„Ég veit ekkert um persónuna mína ennþá, hef ekki séð neitt á blaði ennþá“ segir Willis. „En ég er mjög spenntur fyrir þessu.“ Hann staðfesti það að Stallone, Arnold og hann myndu vera saman í atriði. „Það er planið“.
Auk Arnolds, Stallone og Willis munu Dolph Lundgren, Steve Austin, Terry Crews, Jet Li, Jason Statham og Randy Couture leika í þessari hasarmynd.

