Brjálaðir píranafiskar!

Það virðist vera gúrkutíð í kvikmyndafréttum og þess vegna
erum við hér á síðunni knúin til þess að draga eitthvað skemmtilegt fram í
sviðsljósið, sem hefur farið framhjá okkur síðustu vikurnar.

Fyrir rúmri viku var birtur trailer að myndinni Mega Piranha,
sjónvarpsmynd
sem fjallar um stökkbreytta og morðóða píranafiska sem ráðast meðal
annars á báta, þyrlur og útvarpsturna. Þessi trailer er ein mesta
steypa sem sést
hefur í langan tíma og þess vegna er ekki annað hægt en að birta hann
hér fyrir þá sem hafa ekki nú þegar séð hann annars staðar. Þetta vídeó
er
skylduáhorf fyrir alla húmorista og sérstaklega þá sem eru hrifnir af
lélegum
og heimskulega fyndnum bíómyndum, eins og til dæmis Snakes on a Plane.

Tagline myndarinnar er

„They were created to save mankind.
Something went wrong.“

sem hljómar jafn fáránlega og trailerinn. Píranafiskar
að bjarga mannkyninu. Ha?

En án frekari kynningar þá kemur trailerinn hér að neðan. Þetta
lítur út eins og eitthvað grínmyndband gert sérstaklega fyrir internetið, en
svo er ekki raunin.