Yfirleitt þegar gamanmyndir græða yfir $250 milljónir, þá krefjast aðstandendur þess að framhaldsmynd verði gerð, en leikarinn Jon Hamm, sem fór með eitt hlutverkið í Bridesmaids, segir að framhald sé alls ekki líklegt.
„Ég væri svosem til í aðra en Universal þyrfti fyrst að sannfæra Kristen (Wiig), og ég er alls ekki svo viss um að hún vilji gera aðra mynd,“ segir Hamm. En fyrir þá sem ekki vita þá skrifaði Wiig handritið að myndinni ásamt því að leika aðalhlutverkið.
Þá er bara spurning hversu lengi Wiig nær að standa við sitt áður en framleiðendur Universal hækka peningaupphæðina svo mikið að það verður erfiðara og erfiðara að segja nei.
Ég vona nú innilega að það séu einhverjar stelpur hér sem sækja síðuna, þar sem þessi spurning beinist aðallega að þeim:
Hvað segið þið? Viljið þið Bridesmaids: Part II?