Ég vildi endilega vekja athygli á nokkrum breytingum á útgáfudögum hjá væntanlegum myndum í bíó. Þær eru svona:
Söngvamyndin Nine færist frá 15. janúar til 5. febrúar.
Nýjasta mynd Peters Jackson, The Lovely Bones, færist frá 22. janúar til 19. mars.
Teiknimyndin Cloudy with a Chance of Meatballs færist frá 22. janúar til 29. jan. (og ath. aðeins útgáfan með íslenska talinu verður sýnd í þrívídd)
Loftkastalinn sem Hrundi, þriðja myndin í trílógíu Stieg Larssons, færist frá 29. janúar til 19. febrúar.
Up in the Air er færð frá 5. febrúar til 22. janúar.
Precious færist frá 26. febrúar til 2. apríl.
Youth in Revolt (með Michael Cera) var einnig skráð þann 26. febrúar og kemur þann 2. apríl í staðinn.
Breska gamandramað An Education bætist við „Væntanlegt“ listann og kemur 5. febrúar.
The Blind Side (með Söndru Bullock) bætist einnig við og er núna skráð þann 9. apríl.
Svo er búið að hætta við að sýna Cirque du Freak: The Vampire’s Assistant (átti að koma 5. mars).
Þar hafið þið það. Næst þegar svona mikið breytist þá hika ég ekki við að láta ykkur vita. Ekki verra að fá Up in the Air fyrr allavega að mínu mati.

