Brasilískir kvikmyndadagar eru hafnir í Háskóla Íslands en kvikmyndadagarnir hófust með sýningu myndarinnar Pixote. Í tilkynningu frá skrifstofu hugvísindasviðs Háskóla Íslands segir að nemendur námskeiðs um kvikmyndir rómönsku Ameríku standi fyrir kvikmyndadögunum 4. – 6. apríl. Myndirnar verða sýndar í stofu 101 í Lögbergi. Sýndar verða myndirnar Pixote, Central Station, City of God, Carandiru og Favela Rising. Hægt er að nálgast dagskrá kvikmyndadaganna hér á heimasíðu Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.