Bræðrabylta fær tvenn verðlaun

Bræðrabylta, stuttmynd Gríms Hákonarsonar vann verðlaun á tveimur kvikmyndahátíðum nú fyrir stuttu. Var hún valin besta stuttmyndin á Philadelphia International Gay & Lesbian Film Festival og hlaut áhorfendaverðlaun á Palm Springs Gay & Lesbian Film Festival.

Með því að vinna verðlaunin í Philadelphiu þá hlaut hún sjálfkrafa tilnefningu til IRIS-verðlaunanna, sem má best lýsa sem Óskarsverðlaunahátíð samkynhneigðra. Bræðrabylta fjallar um tvo samkynhneigða glímumenn í afskekktri sveit sem eiga í leynilegu ástarsambandi.