Brad Pitt mætir á Kick-Ass í London

Stórleikarinn Brad Pitt gekk rauða dregilinn í London í gær þegar „ofurhetjumyndin“ Kick-Ass ( sem kvikmyndir.is munu forsýna í apríl ) var frumsýnd.
Pitt er einn af framleiðendum myndarinnar.
Pitt, sem var fúlskeggjaður og með vígalega húfu, eins og sést á meðfylgjandi myndum, brást vel við aðdáendum sem voru mættir við dregilinn og gaf eiginhandaráritanir áður en hann gekk inn í Odeon kvikmyndahúsið við Leicester Square.

Eiginkona hans Angelina Jolie var fjarri góðu gamni þar sem hún er að taka upp mynd í Feneyjum ásamt Johnny Depp.

Kick-Ass er byggð á teiknimyndasögu með sama nafni og segir frá nördalegum unglingi sem berst gegn glæpum. Aðalhlutverk er í höndum Aaron Johnson, sem nýlega tók að sér hlutverk John Lennon í Nowhere Boy.

 Brad Pitt, fyrirsætan Claudia Schiffer og bandaríski leikstjórinn Matthew Vaughn koma til frumsýningar Kick-Ass í London.