Þeir sem bíða hvað spenntastir eftir myndinni eru eflaust meðvitaðir um það núna en The Boondock Saints II: All Saints Day hefur verið að fá mjög slæma dóma meðal gagnrýnenda vestanhafs. Þetta stoppar samt ekki hæpið þar sem fyrri myndin fékk ekkert alltof jákvæða dóma á sínum tíma.
Þegar þessi texti er ritaður er framhaldsmyndin með 14% á RottenTomatoes.com og 3,5 í meðaleinkunn. Hins vegar, ef menn skoða „RT Community“ síðu myndarinnar (s.s. dómar frá þeim sem eru ekki gagnrýnendur), þá er hún með 83%, sem er afar sérstakt.
Það er enn planað að sýna þessa mynd á Íslandi, þótt það sé ekki búið að finna dagsetningu. Það veltur sjálfsagt allt á því hvernig myndinni gengur úti í miðasölunni um helgina. Ef henni gengur vel, þá verður örugglega stutt í hana.

