Bönnuð í þremur löndum

Noah-Russell-CroweKvikmyndin Noah hefur nú þegar þurft að mæta mikilli gagnrýni fyrir það eitt að vera saga úr Biblíunni. Leikstjórinn Darren Aronofsky hefur m.a. þurft að glíma við framleiðslufyrirtæki myndarinnar vegna breytinga á markaðsherferðum.

Nú hafa þrjú lönd nú þegar bannað myndina. Katar, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa ákveðið að setja bann á myndina í kvikmyndahúsum og er áætlað að önnur lönd í Mið-Austurlöndum fylgi á eftir.

Noah hefur einnig þurft að glíma við mikla gagnrýni heima fyrir og hafa margir trúarflokkar ákveðið að sniðganga myndina.

Myndin var tekin upp að hluta til hér á landi, þarsíðasta sumar, en hún skartar leikurum á borð við Emmu Watson, Russell Crowe, Jennifer Connelly og Anthony Hopkins. Noah verður síðan frumsýnd hér á landi þann 28. mars næstkomandi.