Bond frumsýndur í nóvember 2012

Tökur á nýrri mynd um njósnarann James Bond, munu hefjast síðar á þessu ári, og myndin verður svo frumsýnd í nóvember 2012. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar. Þessar fréttir koma í kjölfar þess að hinu ofurskuldsetta MGM kvikmyndafyrirtæki, hefur verið bjargað frá gjaldþroti.

Bond myndin var sett á ís í apríl sl. eftir að ákveðið var að reyna að selja Metro-Goldwyn-Mayer til að leysa úr skuldavanda þess og forða því frá gjaldþroti.

MGM er fornfrægt kvikmyndaver og ræður yfir 4.000 mynda katalóg, en þar á meðal eru allar Bond myndirnar, Pink Panther myndirnar og Rocky myndirnar.
Vinnuheiti nýju Bond myndarinnar er Bond 23, sem vísar til þess að um verður að ræða 23. Bond myndina. Leikstjóri verður Sam Mendes.

Í tilkynningu segja þau Michael Wilson og Barbara Broccoli frá EON Productions og Gary Barber og Roger Birnbaum hjá MGM, að myndin verði frumsýnd 9. nóvember 2012.

Handrit skrifa þeir Neal Purvis, Robert Wade og John Logan.

Stikk: