Black Widow fær Fighting with My Family stjörnu

Fighting With my Family leikkonan Florence Pugh á í viðræðum um að ganga til liðs við leikkonuna Scarlett Johansson í hinni stöku ofurhetjukvikmynd um Black Widow. Þetta herma heimildir kvikmyndavefjarins TheWrap.

Florence Pugh í fjölbragðaglímuhringnum

Cate Shortland er leikstjóri myndarinnar og Jack Schaeffer skrifaði fyrsta uppkast handritsins. Ned Benson er að hreinskrifa. Kevin Feige framleiðir, en tökur eiga að hefjast í júní.

Marvel vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað.

Black Widow kom fyrst fram á sjónarsviðið í Iron Man 2, og hefur síðan þá komið við sögu í báðum Avengers myndunum, sem og í Captain America: The Winter Soldier og Captain America: Civil War.

Mikill áhugi hefur verið fyrir því meðal Marvel aðdáenda að fá sérstaka kvikmynd um ævintýri Black Widow, og nú er þeim að verða að ósk sinni.

Pugh lék sem fyrr sagði nýlega í Fighting With My Family sem fjölbragðaglímudrottningin Paige, en með henni í myndinni voru m.a. Lena Headey, Nick Frost og Jack Lowden. Þá lék hún nýlega aðalhlutverk í Outlaw King og The Commuter, og sést næst í mynd Ari Aster, Midsommar og mynd Greta Gerwig, Little Women.